Íslenskur spurningaleikur í fyrsta sæti App Store í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:37 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórssin og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira