Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 16:37 Eygló Ósk Gústafsdóttir lætur staðar numið í sundinu. Vísir/EPA Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“ Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“
Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira