Forseti geti aðeins setið í 12 ár og meðmælendum fjölgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:52 Bessastaðir, þar sem forseti mun aðeins geta setið í 12 ár samfellt verði breytingarnar að veruleika. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí. Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Meðmælum forsetaframbjóðenda verður fjölgað og hámark sett á samfellda setu á forsetastóli, verði frumvarpsdrög að breytingum á stjórnarskrá að veruleika. Þar að auki yrðu breytingar á hlutverki forseta, lengd kjörtímabils hans og lagt til úrræði svo að afstýra megi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp sem forseti hafnar. Forsætisráðuneytið birti drögin, sem unnin voru af Skúla Magnússyni dómara í samráði við formenn stjórnmálaflokanna, í samráðsgátt stjórnvalda í gær og Fréttablaðið gerir sér mat úr í morgun. Samkvæmt drögunum yrði kjörtímabil forseta lengt úr fjórum árum í sex. Aftur á móti myndi forseti aðeins geta setið samfellt í tvö kjörtímabil í embætti, eða samtals 12 ár. Meðmælum fjölgað Þá er lagt til að forsetaframbjóðandi þurfi að afla fleiri meðmæla svo hann geti boðið sig fram. Forsetaefni skal í dag hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, og þarf frambjóðandinn að afla stuðnings úr öllum landsfjórðungum. Yrðu stjórnarskrárbreytingarnar að veruleika þyrfti frambjóðandinn hins vegar að afla sér stuðnings 2,5 prósenta kosningabærra Íslendinga. Samkvæmt kjörskrá fyrir síðustu forsetakosningar þyrfti forsetaefnið meðmæli rúmlega 6 þúsund manns svo framboð þess teljist gilt. Að sama skapi er lagt til að hlutverk forseta við stjórnarmyndun verði skýrt og heimild embættisins til að fella niður saksókn verði fjarlægð. Eru þessar tillögðu sagðar í takt við ríkjandi framkvæmd. Þar að auki myndi aðkoma forseta að setningu Alþingis og frestun funda minnka, yrðu breytingarnar að veruleika. Afstýri þjóðaratkvæði Þær fela jafnframt í sér heimild Alþingis til að fella úr gildi lög sem það hefur áður samþykkt en forseti neitað að undirrita. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þyrfti að bera þau lög undir þjóðaratkvæði en með breytingunni gæti Alþingi í raun afturkallað lögin áður en til þess kæmi. Má í raun segja að það sé í takti við núverandi framkvæmd, sé mið tekið af atburðarásinni 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Í stað þess að leggja lögin í dóm þjóðarinnar voru þau dregin til baka, þannig að aldrei kom til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frestur til að skila inn umsögn um stjórnarskrábreytingarnar rennur út um miðjan júlí.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira