Síbrotakona þóttist vera systir sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:37 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Gunnarsson Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð. Dómsmál Samgöngur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Kona um þrítugt hefur verið dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekið próflaus og undir áhrifum vímuefna. Þar að auki reyndi hún að klína brotunum á systur sína, sem varðar við almenn hegningarlög. Konan var tvívegis stöðvuð við akstur í fyrra, í mars og í september, án þess þó að vera með gild ökuréttindi. Er hún sögð hafa verið óhæf til að stýra bifreið sinni því við sýnatöku hafi fundist fíkniefni í blóði hennar. Í báðum tilfellum hafði konan neytt amfetamíns og kókaíns fyrir aksturinn, auk þess sem hún hafði innbyrt klónazepam áður en hún settist undir stýrið í mars og metýlfenídat fyrir aksturinn í september. Í síðara skiptið gerði lögreglan jafnframt athugasemd við það að konan hafi ekið bifreið sinni án þess að nota sérstakan öryggisbúnað fyrir barn sem var í bifreiðinni. Konan játaði vímuefnaaksturinn skýlaust, sem og að hafa logið að lögregluþjónunum sem stöðvuðu hana í mars. Þegar þeir báðu hana um nafn og kennitölu þóttist konan vera systir sín og gaf upp upplýsingarnar hennar. Lygarnar brjóta í bága við grein í hegningarlögum um falskar sakagiftir. Greinin kveður á um að hver sá „sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta fangelsi allt að 10 árum.“ Konan gekkst við brotum sínum sem fyrr segir en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hún eigi sér langan sakaferil að baki. Hún hafi þannig sjö sinnum verið ákærð fyrir að aka án ökuréttinda og sex sinnum fyrir að aka undir áhrifum. Með brotum sínum í fyrra hafi hún jafnframt rofið skilyrði reynslulausnar til tveggja ára, sem henni var veitt þann 19. maí 2018. Konunni var því gert að sæta fangelsi í 21 mánuð og ævilöng ökuréttarsvipting hennar áréttuð.
Dómsmál Samgöngur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira