Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira