Broadway-stjarna lést eftir baráttu við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 08:44 Cordero var 41 árs. Vivien Killilea/Getty Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira