Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2020 18:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra. Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra.
Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira