Hafþór Júlíus Björnsson vill prófa það að glíma við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson. Samsett/Skjámynd og Getty Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira