Óli Stef vildi stöðva bíl fatlaðrar konu sem þó komst hjá við illan leik Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 08:59 Óli Stef ákvað að kjörið væri að stöðva bíl sem var að fara um Laugaveginn, enda smellpassaði það inn í viðburðinn Kakó og undrun, og konan varð undrandi, ekki vantaði það því hún taldi sig í fullum rétti að fara þar um. visir/vilhelm Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“ Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“
Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira