Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:14 Einn þeirra sjö hátalara sem nú standa úti í íslenskri náttúru. íslandsstofa Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hátölurunum var komið fyrir af Íslandsstofu sem segir að Íslendingar eigi þrátt fyrir öskrið ekki að þurfa að óttast að þau skemmi sumarfríið þeirra - „þar sem hljóðstyrknum er stillt í hóf.“ Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógarfoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Fólki býðst að taka upp öskur sitt með aðstoð tölvu eða síma á vefsíðu verkefnisins og fá öskrarar að lokum myndbandsupptöku af því þegar ópið þeirra „glymur“ á Íslandi. Uppátækið er hluti af kynningarherferð stjórnvalda sem ber heitið „Let It Out“ eða „Losaðu þig við það“ en það fellur undir markaðsverkefnið „Ísland - saman í sókn“ sem blásið var til vegna farsóttarinnar. Hátalaraútspilið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. „Í könnun sem framkvæmd var á erlendum mörkuðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögðust 40% aðspurðra finna fyrir streitueinkennum vegna Covid-19, og 37% svöruðu að ástandið hefði haft neikvæð áhrif á sálartetrið. Langvinn innivera, einsemd, endalausir fjarfundir og röskun á daglegu lífi hefur aukið streitu fólks m.a. takmarkanir á ferðalögum milli landa. Herferðinni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfangastaðar,“ segir í orðsendingu Íslandsstofu um hátalarana. Nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig má koma öskri sínu á framfæri er að finna á vef kynningarátaksins, sem má nálgast með því að smella hér. Þar má jafnframt heyra öskurdæmi. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Sjá meira
Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hátölurunum var komið fyrir af Íslandsstofu sem segir að Íslendingar eigi þrátt fyrir öskrið ekki að þurfa að óttast að þau skemmi sumarfríið þeirra - „þar sem hljóðstyrknum er stillt í hóf.“ Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógarfoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Fólki býðst að taka upp öskur sitt með aðstoð tölvu eða síma á vefsíðu verkefnisins og fá öskrarar að lokum myndbandsupptöku af því þegar ópið þeirra „glymur“ á Íslandi. Uppátækið er hluti af kynningarherferð stjórnvalda sem ber heitið „Let It Out“ eða „Losaðu þig við það“ en það fellur undir markaðsverkefnið „Ísland - saman í sókn“ sem blásið var til vegna farsóttarinnar. Hátalaraútspilið er sagt sækja innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. „Í könnun sem framkvæmd var á erlendum mörkuðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögðust 40% aðspurðra finna fyrir streitueinkennum vegna Covid-19, og 37% svöruðu að ástandið hefði haft neikvæð áhrif á sálartetrið. Langvinn innivera, einsemd, endalausir fjarfundir og röskun á daglegu lífi hefur aukið streitu fólks m.a. takmarkanir á ferðalögum milli landa. Herferðinni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfangastaðar,“ segir í orðsendingu Íslandsstofu um hátalarana. Nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig má koma öskri sínu á framfæri er að finna á vef kynningarátaksins, sem má nálgast með því að smella hér. Þar má jafnframt heyra öskurdæmi.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Sjá meira
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent