Varði 85 skot í einum og sama leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 18:00 Joonas Korpisalo átti magnaðan leik í marki Columbus Blue Jackets en varð samt að sætta sig við tap. Getty/Andre Ringuette NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube Íshokkí Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube
Íshokkí Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira