Telja ofveiði rostunga hafa átt þátt í hvarfi norrænna byggða á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 10:40 Beinagrind úr rostungi. Skögultennurnar voru munaðarvara á miðöldum og notaðar til að skera út skrautmuni. Vísir/Getty Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star. Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star.
Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00