Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2020 09:20 Donald Trump sneri aftur til Washington DC í gærkvöldi eftir að hafa haldið til í Flórída frá því fyrir jól. AP/Kevin Wolf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. Það gerði forsetinn fyrst í kjölfar þess að Bandaríkin réðu hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Írak í síðustu viku. Yfirvöld Íran hafa hótað hefndum vegna dauða Soleimani og sagði Trump þá að hershöfðingjar hans hefðu þegar valið 52 skotmörk sem Bandaríkin myndu granda í kjölfar árása á Bandaríkin. Trump hefur verið bent á að það að gera vísvitandi árásir á menningarmannvirki sé stríðsglæpur, samkvæmt alþjóðalögum, Sameinuðu þjóðunum og Haag-sáttmálans um varðveislu menningarmannvirkja frá 1954. Í Íran eru 24 staðir sem eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sagði fjölmiðlum ytra í gær að hvað sem Bandaríkin gerðu, þá yrði það í samræmi við alþjóðalög. Trump sagði það þó ekki rétt og stóð við hótanir sínar seinna í gær. „Þeir mega myrða fólkið okkar. Þeir mega pynta og limlesta fólkið okkar. Þeir mega nota vegasprengjur og sprengja okkar fólk upp og við megum ekki snerta menningarstaði þeirra? Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Trump í gærkvöldi.Hann hótaði einnig að beita Írak refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum ef yfirvöld þar myndu vísa bandarískum hermönnum úr landi.Sjá einnig: Hótar Írökum harkalegum viðskiptaþvingunum Baráttan gegn Íslamska ríkinu hefur verið sett í biðstöðu vegna þeirrar miklu spennu sem er nú á svæðinu. Demókratar hafa ekki tekið vel í orð forsetans og leita leiðtogar fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar eru í meirihluta, leiða til að binda hendur Trump og reyna að takmarka völd hans þegar kemur að hernaðaraðgerðum gegn Íran. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sendi í gærkvöldi bréf á þingmenn flokksins og tilkynnti að hún ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.Verði það frumvarp að lögum þyrftu hernaðaraðgerðir að vera samþykktar af þinginu.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Írakska þingið vill erlenda hermenn burt Íraskir þingmenn samþykktu í dag ályktun þess efnis að kallað verði eftir því að erlendir hermenn sem dvalið hafa í landinu, yfirgefi Írak sem fyrst. 5. janúar 2020 15:45
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Þúsundir komu saman vegna útfarar Soleimani Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku. 6. janúar 2020 08:02
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04