Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2020 13:39 Drekkhlaðin loðnuskip koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug. Mynd/Óskar. Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15