Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 09:36 Álftir eru byrjaðar tilhugalífið en þessi mynd var tekin á Árbæjarstíflu í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur í gær. Sólin var þá komin á bak við Breiðholtshvarf. Mynd/KMU. Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44. Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44.
Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira