Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 19:18 Þrír meintir liðsmenn Undirstöðunnar sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð. AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05