Úr gæsluvarðhaldi í farbann vegna andlátsins í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 17:35 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20
Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51