Leigubílstjórar finna fyrir áhrifum Wuhan veirunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli bíða nú í allt að sjö klukkutíma eftir viðskiptavinum. Þeir tengja minni viðskipti við Wuhan veiruna. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli segjast vera farnir að finna verulega fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar. Þeir bíða nú í allt að sjö tíma eftir næsta viðskiptavini. Enn hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en tíu manns hafa verið rannsakaðir. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa greinst með Wuhan-kórónaveiruna og rúmlega 600 manns hafa dáið, langflestir í Kína. Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun kom fram að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir á Íslandi með tilliti til hinnar nýju kórónaveiru. Enginn þeirra var með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er verið að skoða hentugt húsnæði fyrir sóttvarnamiðstöð hér á landi, komi til þess að opna verði slíka vegna veirunnar. Húsnæði á Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, komi sterklega til greina en þar myndi fólk dvelja, sem greinist með veiruna en getur ekki verið heima hjá sér, til dæmis ferðamenn. Fleiri húsnæði komi einnig til greina. Gert sé ráð fyrir því í viðbragðsáætlun við heimsfaraldri að slíkt húsnæði sé tiltækt en áþessum tímapunkti sé ekkert sem gefi til kynna að þörf verði á notkun þess. Ljóst er að veiran mun hafa áhrif á íslenska ferðaþjónustu en kínversk stjórnvöld hafa sett hömlur á utanlandsferðir kínverskra borgara. Leigubílstjórar á Keflavíkurflugvelli eru farnir að merkja áhrifin. „Það hefur verið samdráttur útaf því aðþað vantar þessa kínversku ferðamenn og maður finnur alveg fyrir því,“ segir Friðgeir Gíslason, leigubílstjóri. „Það hefur verið verulegur samdráttur frááramótun og ekki bara áramótum heldur frá falli WOW. Það hefur örugglega orðið tuttugu prósent samdráttur bara frá áramótum," segir Róbert Vogt, leigubílstjóri. „Þetta byrjaði náttúrulega þegar Wow air fór á höfuðið, þá fundum við strax fyrir samdrætti og svo hefur það verið að draga meira saman. Við vorum að vonast til að þetta nýja ár hjá Kínverjum myndi glæða vinnunna eitthvað en þá kom flensan,“ segir Einar Hagsteinn Árnason, formaður Fylkir, félags bílstjóra á Suðurnesjum. Þeir segja að biðin eftir viðskiptavinum sé nú allt að sjö klukkutímar. „Mig langar helst að fara bara heim og skila bílnum og vera bara heima á atvinnuleysisbótum. Það væri bara skárra,“ segir Svavar Ólafsson, leigubílstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Samgöngur Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira