Stjórnvöld vilja bregðast við vaxandi atvinnuleysi með framkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2020 19:30 Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Hátt í tvö þúsund fleiri voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta árs en á sama tímabili í fyrra og spáð er að það aukist enn frekar. Fjármálaráðherra segir samdrátt í ferðaþjónustu, fjárfestingum fyrirtækja og loðnubrest helstu orsökina. Ríkið verði að auka útgjöld til framkvæmda. Á meðfylgjandi mynd frá Hagstofunni sést atvinnuleysi eftir ársfjórðungum, frá vinstri allt frá árinu 2011 til 2019 lengst til hægri á súluritunum. Hér má sjá atvinnuleysi eftir ársfjórðungum undanfarin ár.grafík/hafsteinn Atvinnuleysi fór að aukast strax á öðrum ársfjórðungi ársins í fyrra og hélst hærra út árið en það var þrjú ár þar á undan. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru 6.800 manns án atvinnu eða að jafnaði 3,3 prósent á landinu öllu hjá fólki á aldrinum 16 til 74 ára. Hins vegar var atvinnuleysi mun meira á Reykjanesi eða hátt í 9 prósent. Til samanburðar voru um 4.900 manns atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2018. Atvinnulausum milli ára á þessum tíma árs fjölgaði því um 1.900 manns, eða um hundrað fleiri en búa í Sandgerði. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að aukið atvinnuleysi og minni hagvöxt mætti aðallega rekja til samdráttar í annars öflugri ferðaþjóustu, loðnubrests og að fyrirtæki væru að bregðast við launahækkunum undanfarin ár með samdrætti í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hefði þegar brugðist við með auknum útgjöldum og Seðlabankinn með lækkun vaxta. „Ég er þeirrar skoðunar að nú þurfi að fara að auka við fjárfestingu hins opinbera á næstu árum. Enn frekar en þegar er orðið. Meðal annars í innviðunum og við erum í ágætum færum til að gera það. Við eigum bæði verðmætar eignir og við stöndum vel vegna þess að við höfum ráðstafað ávinningnum af góðæri undanfarinna ára til uppgreiðslu skulda,“ sagði Bjarni. Og eftir vaxtalækkun gærdagsins sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bankann reiðubúinn til að fara með vexti allt niður í núll prósent til að örva hagkerfið. En verulega hefur dregið úr lánveitingum banka til fyrirtækja að undanförnu. „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi,“ sagði Ásgeir.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira