Gaf honum aftur treyjuna sem þeir höfðu skipst á eftir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 23:30 Damien Williams fagnar í treyjunni sinni í Super Bowl leiknum. Getty/Jamie Squire Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira