Nýtt vandamál: Hann hreyfist! Sigríður Á. Andersen skrifar 2. febrúar 2020 16:45 Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sigríður Á. Andersen Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Hví segja vinstri menn það ekki bara hreint út að þeir vilji banna bíla? Eftir margra mánaða tafir vegna skorts á kynningu fyrir íbúum í upphafi veittu borgaryfirvöld Vegagerðinni loks framkvæmdaleyfi nýverið til að bæta gatnamót Bústaðarvegar og Kringlumýrarbrautar. Um er að ræða gerð nýrrar fráreinar og breikkun rampa á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá Bústaðavegi og uppsetningu nýrra umferðarljósa. Allt er þetta hefðbundið viðhald og bætur á gatnakerfi okkar Reykvíkinga sem eykur öryggi og dregur úr töfum og þar með mengun. En leyfið var ekki veitt án ramakveins. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði fagna vissulega betri hljóðvist sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér en bóka jafnframt: „Hins vegar er ljóst á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagna í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Innan fáeinna ára verða umferðartafirnar á Bústaðavegi orðnar jafn langar og þær voru fyrir framkvæmdina og því er ekki um langtímalausn að ræða.“ Þetta viðhorf minnir svolítið á innkaupastjóra í verslun sem telur það ekki ómaksins vert að panta inn vinsælar vörur því þær hverfi svo skjótt úr hillunum. En þetta er ekki tilfallandi viðhorf meðal vinstri manna. Í þingræðu í haust sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar: „Mig langar að nefna hér orkuskipti í samgöngum af því að fólk talaði dálítið um þau. Þau eru gríðarlega mikilvæg og ótrúlega stór hluti af þessu en samt mun hinn vondi eiginleiki einkabílsins verða eftir, sem er ekki orkugjafinn heldur hreyfanleiki bílsins.“ Það er reyndar ekki rétt hjá Loga að samgöngur séu með „ótrúlega stóran“ hluta af losun gróðurhúsalofttegunda. Það er hvorki tilfellið hér á landi né annars staðar. Hér eru samgöngur á landi (bílar, rútur, strætisvagnar) með um 6% heildarlosunar CO2. Hið rétta er því að miðað við umræðuna eru bílar með ótrúlegan lítinn hluta í losuninni. Það er hins vegar sjálfsagt að gera þær kröfur að það dragi úr neikvæðum fylgifiskum bíla eins og loftmengun. Það hefur líka verið að gerast jafnt og þétt undanfarna áratugi með betri vélum, hreinna eldsneyti og nýjum orkugjöfum. En nú lýsir formaður Samfylkingarinnar yfir áhyggjum af „hreyfanleika bílsins.“ Það að bíllinn hreyfist telur hann vondan eiginleika. Jafnvel verri en útblásturinn. Það er auðvitað ekki við góðu að búast í umferðinni þegar formaður stjórnmálaflokksins sem stýrir samgöngumálum í Reykjavík telur það „vondan eiginleika“ að bíll hreyfist.Höfundur er þingmaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar