Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:00 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/vilhelm Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“ Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira