Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 21:56 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52
Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27