Madoff segist við dauðans dyr og leitar lausnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:43 Madoff árið 2009 þegar hann viðurkenndi að hafa rekið stærstu Ponzi-svikamyllu í sögu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum. Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lögmaður Bernie Madoff, eins umsvifamesta fjársvikara sögunnar, fullyrðir að skjólstæðingur hans eigi innan við átján mánuði eftir ólifaða í bréfi til bandarísks dómstóls þar sem hann fer fram á að Madoff verði sleppt úr fangelsi. Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að féfletta þúsundir fórnarlamba sinna. Í bréfi lögmannsins kemur fram að nýrnasjúkdómur sem hefur hrjáð Madoff sé nú á lokastigi. Hann sé í hjólastól og í bakspelku og hafi gengist undir meðferð til að lina þjáningar hans frá því í júlí, að því er segir í frétt New York Times. „Madoff þrætir hvorki fyrir alvarleika glæpa hans, né reynir hann að gera lítið úr þjáningu fórnarlamba hans. Madoff biður dóminn af auðmýkt um snefil af samúð,“ segir í bréfi Brandon Sample, lögmanns hans. Madoff gekkst við því að hafa rekið risavaxna svikamyllu og að hafa svikið milljarða dollara út úr þúsundum fjárfesta árið 2009. Margir þeirra töpuðu ævisparnaði sínum. Síðan þá hefur hann setið í alríkisfangelsi í Norður-Karólínu. Í fyrra falaðist Madoff eftir að Donald Trump forseti mildaði dóminn yfir honum.
Bandaríkin Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira