Two Birds kaupir Aurbjörgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 10:42 Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds, ásamt Ólafi Erni Guðmundssyni, öðrum stofnanda Aurbjargar. Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu. Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem hefur sérhæft sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði, hefur fest kaup á Aurbjörgu. Frá þessu er greint í tilkynningu en ekkert kemur fram um kaupverðið. Aurbjörg aðstoðar fólk við fjármálin, sparar neytendum pening, hjálpar þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, síma, rafmagn ásamt fleiru. „Þessi kaup á Aurbjörgu styðja við markmið okkar hjá Two Birds að auðvelda fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að stórum fjármálaákvörðunum, eins og að kaupa sér þak yfir höfuðið, finna hagkvæmasta húsnæðislánið eða fara í endurfjármögnun“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds. „Á Aurbjörgu gerir fólk samanburð á hinum ýmsu þjónustuþáttum sem snúa að heimilisrekstrinum, velur hagstæðan valkost og klárar málin með einföldum hætti.“ Mikið fagnaðarefni „Hugmyndin við stofnun á Aurbjörgu var ávallt að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvert það ætti að beina viðskiptum með einföldum samanburði á kaupum og kjörum ólíkra fyrirtækja og stofnana. Nú verður hægt að byggja enn frekar undir það verkefni og gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost á að taka upplýsta ákvörðun. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem stofnuðum Aurbjörgu að sjá þetta frábæra verkefni vaxa og dafna með allri þeirri þekkingu sem liggur hjá Two Birds,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda Aurbjargar. Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem fór í loftið í október 2017 og hjálpar fólki með fjármálin. Tilgangur vefsíðunnar er sagður vera sá að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, sparnað, kort o.fl. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda. Two Birds var stofnað í maí 2018 og sérhæfir sig í þróun á nýjum og notendavænum viðskiptalausnum á fasteigna- og fjármálamarkaði. Two Birds býr yfir gagnasafni um fasteignamarkaðinn á Íslandi og notar gervigreind til að reikna áætlað markaðsvirði fasteigna á öllu landinu.
Neytendur Upplýsingatækni Fjártækni Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira