„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020. Vísir/Sigurjón Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi. Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi.
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira