Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 10:20 Frá mótmælunum á Jafnréttisþinginu sem eru þögul. Vísir/Þórir Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent