Mark frá Zlatan dugði Milan ekki í afar óvæntu tapi Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 16:06 Genoa fagnaði sigri gegn AC Milan í dag. vísir/getty AC Milan missti af mikilvægum stigum þegar liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Genoa sem þar með komst upp úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Genoa komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Goran Pandev og Francesco Cassata. Zlatan Ibrahimovic klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 77. mínútu. Milan er því með 36 stig í 7. sæti, þremur stigum á eftir Napoli, en Genoa kom sér upp í 17. sæti með 25 stig og betri markatölu en Lecce sem er komið í fallsæti. Þrátt fyrir að íþróttamálaráðherra Ítalíu hafi þrýst á að ítalskur fótbolti verði settur á ís næstu vikurnar vegna kórónuveirunnar þá er spilað í A-deildinni í dag. Óvíst er hvað gerist á morgun og boðað hefur verið til neyðarfundar á þriðjudag til að fara yfir stöðuna og svo gæti farið að þá verði gert hlé á deildinni út þennan mánuð. Leikmannasamtökin á Ítalíu vilja að hlé verði gert á fótbolta í landinu og munu vera að undirbúa verkfallsaðgerðir ef til þarf. SPAL vann Parma 1-0 á útivelli í hádeginu í leik sem var frestað um stutta stund vegna óvissu sem skapaðist um hvort leikið yrði í dag. Sampdoria vann 2-1 sigur á Hellas Verona. Í kvöld mætast Juventus og Inter í stórleik sem gæti ráðið miklu í toppbaráttu deildarinnar, en liðin eru í 2. og 3. sæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. 8. mars 2020 13:30 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
AC Milan missti af mikilvægum stigum þegar liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Genoa sem þar með komst upp úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Genoa komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Goran Pandev og Francesco Cassata. Zlatan Ibrahimovic klóraði í bakkann fyrir heimamenn á 77. mínútu. Milan er því með 36 stig í 7. sæti, þremur stigum á eftir Napoli, en Genoa kom sér upp í 17. sæti með 25 stig og betri markatölu en Lecce sem er komið í fallsæti. Þrátt fyrir að íþróttamálaráðherra Ítalíu hafi þrýst á að ítalskur fótbolti verði settur á ís næstu vikurnar vegna kórónuveirunnar þá er spilað í A-deildinni í dag. Óvíst er hvað gerist á morgun og boðað hefur verið til neyðarfundar á þriðjudag til að fara yfir stöðuna og svo gæti farið að þá verði gert hlé á deildinni út þennan mánuð. Leikmannasamtökin á Ítalíu vilja að hlé verði gert á fótbolta í landinu og munu vera að undirbúa verkfallsaðgerðir ef til þarf. SPAL vann Parma 1-0 á útivelli í hádeginu í leik sem var frestað um stutta stund vegna óvissu sem skapaðist um hvort leikið yrði í dag. Sampdoria vann 2-1 sigur á Hellas Verona. Í kvöld mætast Juventus og Inter í stórleik sem gæti ráðið miklu í toppbaráttu deildarinnar, en liðin eru í 2. og 3. sæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. 8. mars 2020 13:30 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. 8. mars 2020 13:30
Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00