Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 14:58 Benni lét sig ekki muna um að draga vagn Tröllaferða niður á veg, af bílastæðinu við Sólheimajökul. „Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00