Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:05 Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins. 1000 manna árshátíð fyrirtækisins hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Íslandspóstur Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29
Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05