Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 19:46 Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini. Starfsmaðurinn sem gerði mistök við greiningu á sýni sem sýndi greinilega frumubreytingar og varð til þess að kona um fimmtugt er nú með ólæknandi krabbamein hafði átt við heilsubrest að stríða. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir nú vitað að rangar niðurstöður sem konan fékk hafi verið vegna mannlegra mistaka. „Það var ranglega lesið úr sýninu á sínum tíma,“ sagði hann í beinni útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti starfsmaðurinn við alvarleg andleg veikindi að stríða, starfsmenn Krabbameinsfélagsins höfðu þungar áhyggjur af heilsu viðkomandi og veltu því upp hvort honum væri treystandi að greina sýni rétt en þess má geta að aðeins sex starfsmenn sinna greiningu á sýnum hjá félaginu. Aðeins einn starfsmaður greindi hvert sýni fram til ársins 2019, fyrir utan sérstakt gæðaeftirlit en þá er 10% sýnanna skimuð handahófskennt af tveimur ólíkum starfsmönnum. Er eðlilegt að ein manneskja beri ábyrgð á að lesa úr sýnum, er það eðlilegt ferli? „Þetta er eðlilegt ferli, starfsfólkið er sérþjálfað til að greina þessi sýni. þetta er algerlega í samræmi við verklag sem er viðhaft í öðrum löndum,“ svarar Ágúst Ingi. En grunaði ykkur ekkert? Að það væri verið að gera mistök? „Við höfðum haft áhyggjur af starfsmanninum en við skoðun og eftirlit kom ekki neitt í ljós sem gat sýnt fram á að hann væri ekki hæfur til að sinna starfi sínu,“ segir Ágúst. Hefði ekki þurft að bregðast harðar við þegar þið eruð með áhyggjur af vinnulagi við að greina sýni á lífshættulegum sjúkdómi? „Eftir á að hyggja þá hefðum við sennilega átt að skoða málið betur,“ segir Ágúst. Hafa kallað 45 konur til frekari skoðunar Nú er verið að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Hafið þið rætt að endurskoða hvernig þið greinið sýni eða aðra verkferla eftir þetta mál? „Við erum að fara ofan í kjölinn á okkar verkferlum og hvað við getum gert betur. Ég get sagt að það eru framfarir í skimun á leghálskrabbameinum. Víða í löndum kringum okkar er verið að breyta fyrirkomulagi og það liggur fyrir að það eigi að gera það líka á Íslandi. Við erum ekki komin þangað ennþá,“ segir Ágúst. Spurður hvort verkefnið sé of viðamikið fyrir félagasamtök eins og Krabbameinsfélagið segir hann þvert á móti mikinn árangur hafa nást síðustu áratugi. En er þetta falskt öryggi að koma í leghálsskimun miðað við alla sem fá ranga niðurstöðu? „Við höfum aldrei haldið því fram að skimun sé 100% örugg. Við hefðum kannski getað staðið okkur betur í að upplýsa konur um það. Vísindalega hefur sýnt fram á að með því að koma í reglubundna skimun þá fækkum við leghálskrabbameinstilfellum um 90%. Við náum ekki öllum með skimuninni.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lengra viðtal við Ágúst Inga. Ný tilkynning barst í dag Embætti landlæknis hefur eftirlitshlutverk gagnvart krabbameinsfélaginu og rannsakar málið sem hefur vaxið að umfangi. „Þetta hörmulega og sorglega mál er til umfjöllunar hjá embættinu. Auk þessa hörmulega máls þar sem núna nýlega greindist alvarlegt krabbamein, þá barst ein tilkynning í dag. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er en hún tengist þessu. Svo höfum við spurnir af því að það þriðja sé í farvatninu“ segir Alma Möller, landlæknir.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21