Trump réð „gervi-Obama“ sem hann úthúðaði og rak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 17:41 Donald Trump með leikaranum sem á að hafa leikið Obama í myndbandinu umtalaða. Twitter/CNN Politics Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“ Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum. Þetta kemur fram í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Trump. Bókin, sem ber titilinn „Disloyal: A Memoir,“ verður gefin út á þriðjudag en fréttastofa CNN hefur undir höndum afrit af bókinni þar sem Cohen fer ítarlega yfir það sem gekk á þann tíma sem hann starfaði hjá Trump. Trump hefur lengi verið gagnrýninn á Obama og var það löngu áður en hann sóttist eftir embætti forseta. Hann hefur meðal annars opinberlega lýst yfir efasemdum um fæðingardag Obama og samkvæmt bók Cohen telur Trump að Obama hafi aðeins fengið inngöngu í Columbia háskóla og lagadeild Harvard vegna kynþáttar síns. In tell-all book, Michael Cohen says Trump hired a "Faux-Bama" before his White House run and "fired" him https://t.co/irirKF5UKQ pic.twitter.com/9ZYo6zzyHh— CNN Politics (@CNNPolitics) September 6, 2020 Maðurinn, sem Cohen segir hafa leikið Obama í myndbandinu, er ekki nefndur á nafn í bókinni og er heldur ekki greint frá því hvenær myndbandið var tekið upp. Í henni er þó ljósmynd sem sýnir Trump sitja við skrifborð og á móti honum situr svartur maður klæddur í jakkaföt með brjóstnælu af bandaríska fánanum, sem forsetar Bandaríkjanna bera ávallt. Á skrifborðinu fyrir framan Trump eru tvær bækur og á annarri má sjá nafn Obama stórletrað. Cohen starfaði í áraraðir sem lögmaður Trump og „græjari,“ eins og Cohen hefur lýst sjálfur. Cohen segist vel til þess fallinn að fletta ofan af Trump, sem Cohen lýsir í bókinni sem „svikahrappi, lygara, eineltissegg og rasista,“ og að hann hafi aðeins sóst eftir forsetaembættinu til þess að fjárhagslega græða á því. Cohen hefur þó sjálfur gerst sekur um ýmis svik en hann var árið 2018 sakfelldur fyrir alríkisglæpi, þar á meðal skattsvik, að hafa logið að Bandaríkjaþingi og að hafa brotið lög um fjármál kosningaframboða, sem hann og saksóknarar segja að hann hafi gert að tilskipun Trump til þess að tryggja honum sigur í forsetakosningunum árið 2016. Í svari Keyleigh McEnany, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins, við fyrirspurnum Washington Post, segir að „Michael Cohen sé smánaður glæpamaður og lögmaður sem misst hefur starfsleyfið sem laug að Bandaríkjaþingi. Hann hefur misst allan trúverðugleika og nýjustu tilraunir hans til að græða á lygum koma ekkert á óvart.“
Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Trump kallar blaðamann óþokka og segir að reka ætti annan Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir spjótum sínum nú að fréttamönnum eftir að hafa átt í vök að verjast undanfarna daga vegna meintra ummæla hans um fallna hermenn. 5. september 2020 23:30
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05