Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2020 19:30 Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen. Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen.
Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31