Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn. Vísir/Vilhelm Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum. Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. Frá þessu er greint á vef Kjarnans. Þar kemur fram að í máli Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns Seðlabankans, við aðalmeðferð málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hafi komið fram að málið á hendur Samherja hafi verið þríþætt. Það atriði sem þyngst hafi vegið hafi verið meint brot dóttur- og dótturdótturfélaga Samherja á erlendri grundu á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri til Seðlabankans. Hinir tveir efnisþættir málsins sneru að meintum brotum erlendra félaga sem tengdust Samherja gegn skilaskyldunni annars vegar og meintum brotum tengdum milliverðlagningu á þremur fiskitegundum hins vegar. Þá er Jóhannes sagður hafa upplýst um að fyrstnefndu brotin, er tengdust erlendum félögum tengdum Samherja, hafi samkvæmt rannsóknarskýrslu gjaldeyriseftirlitsins numið 67 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Umræddum gjaldeyri hafi ekki verið skilað til Íslands, en Seðlabankinn taldi að erlendu félögin ætti að flokka til innlendra aðila sem skila ættu gjaldeyri, þar sem gjaldeyrishöft voru í gildi þegar brotin áttu að hafa verið framin. Grunur um að erlendu félögunum væri stjórnað frá Íslandi Í frétt Kjarnans er fjallað um ástæðu þess að Seðlabankinn taldi að flokka ættu erlendu félögin sem innlenda aðila. Bankinn hafi talið að félögunum væri stjórnað frá Íslandi og af Íslendingum. Við aðalmeðferðina í dag gerði Jóhannes félagið Katla Seafood Limited, sem skráð er á Kýpur, að umfjöllunarefni sínu. Sagði hann að í gögnum Samherja hefði Seðlabankinn séð að félagið hefði selt fiskafurðir fyrir 55 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Enginn hluti gjaldeyrisins hafi hins vega skilað sér til Íslands. Þá sýndi rannsóknarskýrsla Seðlabankans fram á það að engir starfsmenn væru skráðir hjá félaginu, þrátt fyrir að það hefði veltu upp á milljarða króna. Þá greinir Kjarninn frá því að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem starfað hefur fyrir Samherja, hafi ekki getað staðfest við vitnaleiðslur í dag að félagið hefði haft einhverja starfsmenn. Hann hafi hins vegar sagt að félaginu hafi ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur Las Palmas á Kanaríeyjum.
Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira