Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 12:39 Sex flokkar í bæjarstjórn Akureyrar mynduðu nýja samstjórn flokkanna í bæjarstjórn í gær til að glíma sameiginlega við þann vanda sem blasir við bænum vegna kórónufaraldursins. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk. Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42