„Þetta gæti endað með ósköpum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2020 20:00 Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?