Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2020 19:38 Séra Karl Sigurbjörnsson segir trúna styrk í hörmungum á borð vði kórónuveiruna. „Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðkirkjan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira