„Þetta er engin venjuleg flensa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 18:38 Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?