Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 9. október 2020 18:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04
„Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18