Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:29 Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46