Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2020 21:04 Nýi vegurinn milli Dýrafjarðarbrúar og Dýrafjarðarganga. Búið er að mála veglínur á akbrautina og vegrið er komið upp í vegkantinum. Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43