Sérfræðiálit bónda Ágústa Ágústsdóttir skrifar 19. október 2020 15:01 Hvað er sérfræðingur? Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga eftir að landbúnaðarráðherra vor sagði í viðtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í kjölfar ummæla sinna um lífstíl bænda, að aldrei hefðu verið jafn margir sérfræðingar að störfum í landbúnaðarráðuneytinu eins og núna. Sérfræðingur hlýtur að vera sá sem unnið hefur sér inn þau réttindi annað hvort með sér menntun í ákveðnu fagi eða með starfi í ákveðinni starfsgrein til lengri tíma. Við sem þjóðfélag virðumst vilja trúa því í blindni að allt sé slétt og fellt ef „sérfræðingarnir“ eru nógu margir. Álíka og þegar miði eða skilti sem á stendur „tilboð“ er sett á eða framan við ákveðna matvörutegund eða flík. Við trúum því að við séum að gera betri kaup en ella og verslunin sé að gefa eitthvað eftir af álagningunni. Þetta er þekkt markaðssálfræði. Ef á skiltinu stendur „útsala“ þá almennt trúir fólk því, sem um leið eykur líkur á sölu. En við trúum því, ekki vegna þess að við erum vitlaus og einföld. Heldur vegna þess að í eðli okkar erum við gott fólk sem hneigjumst ekki til þeirrar hugsunar að halda að allir séu ávallt að ljúga og pretta. Við trúum að það sé undantekning. En kannski má líkja innfellingu landbúnaðarráðuneytisins inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem markaðssálfræðilegri útsölu. Byrjað er á að losa sig við þá elstu og reyndustu enda að mati ráðamanna komnir yfir síðasta söludag og því ekki hægt að bjóða neinn afslátt af þeim. Smám saman er þeim sem einhverja þekkingu hafa af landbúnaðarmálum í innanbúðum, fækkað þar til nánast enginn stendur eftir. Innfellingin sjálf er kynnt sem hagræðing í stjórnsýslunni sem á að bæta skipulag og utanumhald. En hagræðing er bara fínt orð yfir niðurskurð og ennþá flóknara kerfi. Svo koma sérfræðingarnir ! Einn af öðrum eru þeir ráðnir inn, nýútskrifaðir og reynslulausir án allrar tengingar við landbúnaðinn. Manni finndist það góð stjórnsýsla ef sérfræðingar landbúnaðarráðuneytis væru t.d. útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands eða sérfræðingar sem starfað hafa lengi við landbúnaðarmál. Þetta er fólkið sem býr með tenginguna sem þarf í þetta embætti. Það er slæm stjórnsýsla að safna eingöngu fyrir „gömlum risaeðlum“ sem verða vanafastar og fylgja illa breytingum samtímans. Þá er það einnig arfaslæm stjórnsýsla ef allri gamalli reynslu og mikilli þekkingu er sópað út nánast samtímis. Að ráða nær eingöngu reynslu- og þekkingarlítið starfsfólk með litla sem enga tengingu við málefnið er ávísun á næsta vísa dauðdóm. Innanbúðar þarf bæði að þrífast hið nýja og gamla. Þannig teymi búa til bestu mögulegu útkomu sem völ er á. Til að setja dæmið upp á annan hátt, er þetta álíka jafn gáfulegt eins og ef leitað yrði til útrskrifaðra meistaranema úr landbúnaðarháskólanum til að skipa í fagráð skurðlækninga á Landsspítalanum. Eða í fagráð siglingamála. Það sér það hver maður hversu galinn slíkur verknaður væri. Það væri fróðlegt að vita hversu margir þessara sérfræðinga innan ráðuneytisins koma frá landbúnaðarháskólanum eða til þess gerðu menntastofnunum. Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands færðust yfir til Matvælastofnunar. Eftirfarandi er lýsing á starfi og tilgangi Búnaðarstofu: „ Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur. Á tíu ára afmæli MAST í nóvember 2018 fagnaði Kristján Þór með þeirri tilkynningu að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Orð landbúnaðarráðherra voru eftirfarandi „Þetta væri liður í áætlun hans í að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins“. Síðan þessum gjörningi var hrundið af stað hefur allt farið til verri vegar. Og þó Kristján Þór haldi öðru fram, þá er það eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Ráðunautar og aðrir tengiliðir bænda eru algjörlega uppgefnir á samskiptum við ráðuneytið því þetta er orðinn svo mikill hrærigrautur að enginn veit neitt. Bóndinn hringir í Matvælastofnun til að fá upplýsingar og aðstoð. „Nei því miður þá er þetta ekki í okkar höndum lengur, þú verður að hafa samband við ráðuneytið“. Bóndinn hringir í ráðuneytið. „Nei, því miður við vitum ekkert um þessi mál, þú ættir að heyra í Bændasamtökunum“. Bóndinn hringir í Bændasamtökin. „Nei því miður þetta var fært frá okkur yfir til Búnaðarstofu, þú verður að tala við þau þar“. Og allt þetta annars ágæta fólk sem starfar við þetta reynir eins og það getur að aðstoða og leiðbeina mönnum rétta leið. En flækjurnar eru orðnar svo yfirgengilega vitlausar og flóknar að hver höndin virðist tala upp á móti hvor annarri. Vegna þekkingarleysis og lélegrar stjórnsýslu ! Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem sjá vill, hversu ofboðsleg fjölgun opinberra starfsmanna hefur orðið á undanförnum árum innan ríkisbáknsins. Það mætti nánast líkja því saman við margfeldisáhrif Covid-19 (kannski er það ósanngjörn samlíking en lái mér hver sem vill). Á sama tíma er endalaust seilst dýpra ofan í vasa skattgreiðenda til þess að standa straum af öllum kostnaði ríkisbatterísins. Þurfum við alla þessa „sérfræðinga“ ? Er tilvist þeirra öll byggð í nafni þessarar hagræðingar ? Er ekki kominn tími til að stöðugildum sé skilað aftur í hendur þeirra sem sannarlega hafa þekkingu til ? Það er eina leiðin til að einfalda kerfið og gera það skilvirkt. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hvað er sérfræðingur? Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga eftir að landbúnaðarráðherra vor sagði í viðtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í kjölfar ummæla sinna um lífstíl bænda, að aldrei hefðu verið jafn margir sérfræðingar að störfum í landbúnaðarráðuneytinu eins og núna. Sérfræðingur hlýtur að vera sá sem unnið hefur sér inn þau réttindi annað hvort með sér menntun í ákveðnu fagi eða með starfi í ákveðinni starfsgrein til lengri tíma. Við sem þjóðfélag virðumst vilja trúa því í blindni að allt sé slétt og fellt ef „sérfræðingarnir“ eru nógu margir. Álíka og þegar miði eða skilti sem á stendur „tilboð“ er sett á eða framan við ákveðna matvörutegund eða flík. Við trúum því að við séum að gera betri kaup en ella og verslunin sé að gefa eitthvað eftir af álagningunni. Þetta er þekkt markaðssálfræði. Ef á skiltinu stendur „útsala“ þá almennt trúir fólk því, sem um leið eykur líkur á sölu. En við trúum því, ekki vegna þess að við erum vitlaus og einföld. Heldur vegna þess að í eðli okkar erum við gott fólk sem hneigjumst ekki til þeirrar hugsunar að halda að allir séu ávallt að ljúga og pretta. Við trúum að það sé undantekning. En kannski má líkja innfellingu landbúnaðarráðuneytisins inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem markaðssálfræðilegri útsölu. Byrjað er á að losa sig við þá elstu og reyndustu enda að mati ráðamanna komnir yfir síðasta söludag og því ekki hægt að bjóða neinn afslátt af þeim. Smám saman er þeim sem einhverja þekkingu hafa af landbúnaðarmálum í innanbúðum, fækkað þar til nánast enginn stendur eftir. Innfellingin sjálf er kynnt sem hagræðing í stjórnsýslunni sem á að bæta skipulag og utanumhald. En hagræðing er bara fínt orð yfir niðurskurð og ennþá flóknara kerfi. Svo koma sérfræðingarnir ! Einn af öðrum eru þeir ráðnir inn, nýútskrifaðir og reynslulausir án allrar tengingar við landbúnaðinn. Manni finndist það góð stjórnsýsla ef sérfræðingar landbúnaðarráðuneytis væru t.d. útskrifaðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands eða sérfræðingar sem starfað hafa lengi við landbúnaðarmál. Þetta er fólkið sem býr með tenginguna sem þarf í þetta embætti. Það er slæm stjórnsýsla að safna eingöngu fyrir „gömlum risaeðlum“ sem verða vanafastar og fylgja illa breytingum samtímans. Þá er það einnig arfaslæm stjórnsýsla ef allri gamalli reynslu og mikilli þekkingu er sópað út nánast samtímis. Að ráða nær eingöngu reynslu- og þekkingarlítið starfsfólk með litla sem enga tengingu við málefnið er ávísun á næsta vísa dauðdóm. Innanbúðar þarf bæði að þrífast hið nýja og gamla. Þannig teymi búa til bestu mögulegu útkomu sem völ er á. Til að setja dæmið upp á annan hátt, er þetta álíka jafn gáfulegt eins og ef leitað yrði til útrskrifaðra meistaranema úr landbúnaðarháskólanum til að skipa í fagráð skurðlækninga á Landsspítalanum. Eða í fagráð siglingamála. Það sér það hver maður hversu galinn slíkur verknaður væri. Það væri fróðlegt að vita hversu margir þessara sérfræðinga innan ráðuneytisins koma frá landbúnaðarháskólanum eða til þess gerðu menntastofnunum. Búnaðarstofa var stofnuð árið 2015 þegar stjórnsýsluverkefni sem voru á hendi Bændasamtaka Íslands færðust yfir til Matvælastofnunar. Eftirfarandi er lýsing á starfi og tilgangi Búnaðarstofu: „ Hún fer nú með stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og rammasamning ríkis og bænda í samræmi við búvöru- og búnaðarlög. Hún annast fag- og fjárhagslega framkvæmd verkefna á sviði landbúnaðar sem snúa að framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra. Skrifstofan heldur utan um skrá um handhafa beingreiðslna og greiðslumark mjólkur og sauðfjárafurða auk þess að sjá um greiðslur til bænda samkvæmt samningum um starfsskilyrði í mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu. Það sama á við um umsýslu og úthlutun vatnsveitustyrkja á lögbýlum. Skrifstofan fer einnig með verkefni við öflun hagtalna og upplýsinga um fóðurbirgðir á býlum. Þá safnar hún upplýsingum og birtir árlega skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gerir áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Þá heldur skrifstofan utan um hjarðbækur. Á tíu ára afmæli MAST í nóvember 2018 fagnaði Kristján Þór með þeirri tilkynningu að ákveðið hefði verið að færa Búnaðarstofu undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Orð landbúnaðarráðherra voru eftirfarandi „Þetta væri liður í áætlun hans í að styrkja landbúnaðarhluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins“. Síðan þessum gjörningi var hrundið af stað hefur allt farið til verri vegar. Og þó Kristján Þór haldi öðru fram, þá er það eins langt frá sannleikanum og hugsast getur. Ráðunautar og aðrir tengiliðir bænda eru algjörlega uppgefnir á samskiptum við ráðuneytið því þetta er orðinn svo mikill hrærigrautur að enginn veit neitt. Bóndinn hringir í Matvælastofnun til að fá upplýsingar og aðstoð. „Nei því miður þá er þetta ekki í okkar höndum lengur, þú verður að hafa samband við ráðuneytið“. Bóndinn hringir í ráðuneytið. „Nei, því miður við vitum ekkert um þessi mál, þú ættir að heyra í Bændasamtökunum“. Bóndinn hringir í Bændasamtökin. „Nei því miður þetta var fært frá okkur yfir til Búnaðarstofu, þú verður að tala við þau þar“. Og allt þetta annars ágæta fólk sem starfar við þetta reynir eins og það getur að aðstoða og leiðbeina mönnum rétta leið. En flækjurnar eru orðnar svo yfirgengilega vitlausar og flóknar að hver höndin virðist tala upp á móti hvor annarri. Vegna þekkingarleysis og lélegrar stjórnsýslu ! Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem sjá vill, hversu ofboðsleg fjölgun opinberra starfsmanna hefur orðið á undanförnum árum innan ríkisbáknsins. Það mætti nánast líkja því saman við margfeldisáhrif Covid-19 (kannski er það ósanngjörn samlíking en lái mér hver sem vill). Á sama tíma er endalaust seilst dýpra ofan í vasa skattgreiðenda til þess að standa straum af öllum kostnaði ríkisbatterísins. Þurfum við alla þessa „sérfræðinga“ ? Er tilvist þeirra öll byggð í nafni þessarar hagræðingar ? Er ekki kominn tími til að stöðugildum sé skilað aftur í hendur þeirra sem sannarlega hafa þekkingu til ? Það er eina leiðin til að einfalda kerfið og gera það skilvirkt. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar