Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2020 15:13 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/baldur Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Skjálftinn er einn sá stærsti sem orðið hefur á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. Skjálftinn varð klukkan 13:43 og mældist 5,6 að stærð. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og víðar. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa. Margir eftirskjálftar hafi þó mælst og voru þeir orðnir um fimmtíu nú á þriðja tímanum. „Samkvæmt fræðunum ætti stærsti eftirskjálftinn að vera rúmlega fjórir að stærð. En ég þori ekki að segja það núna hversu stór stærsti eftirskjálftinn er en það eru einhverjir hér allavega sem eru þrír að stærð,“ segir Kristín. Aðeins fimm jarðskjálftar stærri en fimm hafa mælst á Reykjanesi síðan stafrænar mælingar hófust árið 1991. „Stærsti skjálftinn sem er af svipaðri stærð og þessi er í raun „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní 2000. Þá í raun var svo mikill hristingur að hann kippti inn einum sjálfta sem var einmitt líka við Kleifarvatn,“ segir Kristín. Tilkynningum hefur rignt inn á Veðurstofuna vegna skjálftans í dag. „Við getum örugglega sagt að sjaldan höfum við fengið jafnmargar tilkynningar. Það er náttúrulega vegna þess að þetta finnst svo svakalega vel á höfuðborgarsvæðinu, það er svo þéttbýlt þar sem hann finnst. En þessi skjálfti fannst vestur á Vestfirði þannig að þetta er mjög stórt svæði sem hann finnst á,“ segir Kristín. „Þetta er ekki jafnstór skjálfti og á Suðurlandsskjálftanum eða í Hveragerði 2008 en vissulega skjálfti sem við fundum mjög vel fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að ég hafi ekki fundið svona skjálfta áður, ekki svona vel.“ Íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir nokkrum stórum jarðskjálftum það sem af er ári. Skjálfti 4,2 að stærð varð um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík í lok ágúst. Þá mældist jarðskjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum í mars.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Vogar Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25 „Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33
Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni. 20. október 2020 14:25
„Við erum orðin vön svona skjálftum hérna“ „Þessi var langur en töluvert snarpur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík um jarðskjálftann sem reið yfir Suðvesturhornið nú fyrir skömmu. 20. október 2020 14:16