Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 23. október 2020 13:31 Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun