Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:31 Leikmenn Los Angeles Dodgers fagna sigrinum á Tampa Bay Rays í nótt. AP/Tony Gutierrez Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira