Vörpum ekki ávinningnum fyrir róða Andrés Magnússon skrifar 29. október 2020 09:31 Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar