„Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:12 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. HÍ/Kristinn Ingvarsson Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Skuldavandi í kjölfar kórónuveirufaraldursins gæti orðið að skuldafaraldri að sögn hagfræðings. Það orki einnig tvímælis að atvinnurekendur lýsi áhyggjum af halla ríkissjóðs en kalli á sama tíma eftir frekara fjármagni og aðgerðum í þágu fyrirtækja. Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að fyrri væntingar um að efnahagsáhrif af völdum kórónuveirufaraldursins yrðu tímabundnar séu horfnar. „Þetta er líka hinn alþjóðlegi vinkill kreppunnar, við getum ekkert verið með betu sóttvarnir í heimi og hreinsað landið og komist út úr þessu ef hún er síðan grasserandi úti um allan heim,“ sagði Ásgeir Brynjar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi ýmsa anga heimsfaraldursins hvað snertir áhrif á hagkerið. Ásgeir var spurður á hvaða grunni hægt sé að byggja viðspyrnu í efnahagslífinu þegar áhrifin eru eins gríðarleg og raun ber vitni. „Við getum ekki endalaust verið með, ef að maður hættir sér út í einhvers konar líkingu við einhvers konar læknamál, það þarf að stöðva blæðinguna og þá er pumpað inn alveg í ómældu magni en á einhverjum tímapunkti þarf síðan að hætta,“ sagði Ásgeir. „Það kannski birtist í fréttunum í gær í fréttunum, ég meina Samtök atvinnulífsins eða Samtök iðnaðar eða annarra sérhópa eru með áhyggjur af því að ríkissjóður sé að fara í of mikinn halla og það þurfi að stoppa. En svo koma þeir líka og vilja fá meiri pening til stuðnings fyrirtækjunum. Það er nú spennandi að fara að heyra þeirra plan, hvernig á að komast út úr þessu saman,“ sagði Ásgeir og bætti við að verkalýðshreyfingin hafi þegar kynnt sína áætlun. Skuldavandi og hugsanlegar vaxtahækkanir á húsnæðislánum báru einnig á góma. Ásgeir Brynjar segist eiga erfitt með að trúa því að langtímavextir muni hækka. Vá sé verðbólguáhætta ekki heldur til staðar. Þótt það sé helst tekjuvandi sem nú blasi við fyrirtækjum um allan heim geti skuldavandi einnig undið upp á sig. „Skuldavandi getur orðið að skuldafaraldri af því að ef fyrirtæki byrja að fara á hausinn og þá borga þau ekki þeim sem hafði selt þeim þjónustu og þá fer að verða vandi þar í fyrirtækjum sem eru allt í lagi. Þannig getur þetta smitast af því að efnahagsreikningarnir eru of nánir og það er ekki auðvelt að setja tveggja metra fjarlægðarmörk á þá eða grímur. Og þá er í raun og veru viss ógn sem að við vonandi sjáum ekki spilast út á versta veg,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira