Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 17:43 Í sjálfu sér er það rétt að blönduð hjónabönd þykja ekkert tiltökumál í Senegal, en að því gefnu að karlinn sé múslimi og konan kristin. Sé það öfugt breytir það stöðunni svo um munar og þannig háttar til með hjónaband þeirra Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár visir/sigurjón Sindri Guðjónsson þýðandi, sem meðal annars hefur starfað við þýðingar í málefnum innflytjenda og hælisleitenda og þekkir vel til, segir skelfilegs misskilnings gæta í dómi Landsréttar þar sem fjölskyldunni var synjað um dvalarvistarleyfi. „Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fólksins frá Senegal sem sótti um alþjóðlega vernd sem er í fréttum. Það sem pirraði mig var það að í dómunum var talað um að „blönduð hjónabönd“ væru ekki sérstakt vandamál í Senegal, ólíkt því sem stefnendur héldu fram. Það er alveg rétt að blönduð hjónabönd eru í sjálfu sér ekki vandamál í Senegal ein og sér. Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Hérðasdóms Reykjavíkur í máli...Posted by Sindri Guðjónsson on Laugardagur, 31. október 2020 Vandamálið er að konan er múslimi og karlinn er kristinn. Karlar sem eru múslimar mega giftast kristnum konum eins og ekkert sé. Konur sem eru múslimar verða hins vegar að giftast múslimum,“ segir Sindri í pistli sem hann birtist á Facebook-síðu sinni. Fréttastofa ræddi stuttlega við Sindra en hann vísaði til pistils síns. Þar komi fram það sem hann vildi sagt hafa um málið. Yfirsést kynjamisréttið Í dómnum er sem sagt ekki, að mati Sindra, litið til kynjamisréttis í Senegal sem breytir stöðunni svo um munar. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Sindri segir það til að mynda svo að hjónabönd kvenna sem eru múslimar og karla sem eru kristnir séu bönnuð í 20 af þeim 21 arabalöndum þar sem hann þekkir reglurnar. „Í sömu löndum mega hins vegar karlar sem eru múslimar giftast kristnum konum, og í sumum þeirra er það algengt. Í þessu felst mismunun gagnvart konum (sem geta ekki valið sér maka) annars vegar og gagnvart kristnum (sem hafa ekki leyfi til að ganga í hjónaband með konu sem er múslimi) hins vegar.“ Virðist sem dómararnir átti sig ekki á viðsnúningnum Þá segir Sindri að sér finnist sérlega ergilegt að þeir sem verða fyrir slíku geti ekki flúið þann veruleika. „Það er ekkert sem ég sé, hvorki í héraðsdómi né í dómi Landsréttar, sem gefur til kynna að dómarar átti sig á þeim mun sem er til staðar á blönduðum hjónaböndum þar sem karlinn er múslimi en konan er kristin, annars vegar, og hjónaböndum þar sem karlinn er kristinn og konan er múslimi hins vegar.“ Þeir sem lenda í síðarnefnda flokknum eru í erfiðri stöðu í Senegal en þar eru 96 prósent þjóðarinnar múslimar. „Umburðarlyndið gagnvart blönduðum hjónaböndum sem dómstólar segja að sé til staðar í Senegal á við um fyrrnefnda flokkinn, þar sem karlinn er múslimi.“ 17 þúsund hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en vinir fjölskyldunnar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Þar er því mótmælt að þeim skuli vísað af landi brott. Nú þegar þetta er skrifað hafa 16,891 skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist, með vísan í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. „Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin. Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ „Það liggur ekki fyrir,“ segir Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar spurð um hvenær til stendur að vísa þeim af landi brott. „Ekki komin dagsetning á það. Það liggur fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Þar er beiðni um endurupptöku. Það er á brattann að sækja í svona málum eins og sjá má.“ Hælisleitendur Senegal Félagsmál Trúmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Sindri Guðjónsson þýðandi, sem meðal annars hefur starfað við þýðingar í málefnum innflytjenda og hælisleitenda og þekkir vel til, segir skelfilegs misskilnings gæta í dómi Landsréttar þar sem fjölskyldunni var synjað um dvalarvistarleyfi. „Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fólksins frá Senegal sem sótti um alþjóðlega vernd sem er í fréttum. Það sem pirraði mig var það að í dómunum var talað um að „blönduð hjónabönd“ væru ekki sérstakt vandamál í Senegal, ólíkt því sem stefnendur héldu fram. Það er alveg rétt að blönduð hjónabönd eru í sjálfu sér ekki vandamál í Senegal ein og sér. Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Hérðasdóms Reykjavíkur í máli...Posted by Sindri Guðjónsson on Laugardagur, 31. október 2020 Vandamálið er að konan er múslimi og karlinn er kristinn. Karlar sem eru múslimar mega giftast kristnum konum eins og ekkert sé. Konur sem eru múslimar verða hins vegar að giftast múslimum,“ segir Sindri í pistli sem hann birtist á Facebook-síðu sinni. Fréttastofa ræddi stuttlega við Sindra en hann vísaði til pistils síns. Þar komi fram það sem hann vildi sagt hafa um málið. Yfirsést kynjamisréttið Í dómnum er sem sagt ekki, að mati Sindra, litið til kynjamisréttis í Senegal sem breytir stöðunni svo um munar. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Sindri segir það til að mynda svo að hjónabönd kvenna sem eru múslimar og karla sem eru kristnir séu bönnuð í 20 af þeim 21 arabalöndum þar sem hann þekkir reglurnar. „Í sömu löndum mega hins vegar karlar sem eru múslimar giftast kristnum konum, og í sumum þeirra er það algengt. Í þessu felst mismunun gagnvart konum (sem geta ekki valið sér maka) annars vegar og gagnvart kristnum (sem hafa ekki leyfi til að ganga í hjónaband með konu sem er múslimi) hins vegar.“ Virðist sem dómararnir átti sig ekki á viðsnúningnum Þá segir Sindri að sér finnist sérlega ergilegt að þeir sem verða fyrir slíku geti ekki flúið þann veruleika. „Það er ekkert sem ég sé, hvorki í héraðsdómi né í dómi Landsréttar, sem gefur til kynna að dómarar átti sig á þeim mun sem er til staðar á blönduðum hjónaböndum þar sem karlinn er múslimi en konan er kristin, annars vegar, og hjónaböndum þar sem karlinn er kristinn og konan er múslimi hins vegar.“ Þeir sem lenda í síðarnefnda flokknum eru í erfiðri stöðu í Senegal en þar eru 96 prósent þjóðarinnar múslimar. „Umburðarlyndið gagnvart blönduðum hjónaböndum sem dómstólar segja að sé til staðar í Senegal á við um fyrrnefnda flokkinn, þar sem karlinn er múslimi.“ 17 þúsund hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en vinir fjölskyldunnar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Þar er því mótmælt að þeim skuli vísað af landi brott. Nú þegar þetta er skrifað hafa 16,891 skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist, með vísan í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. „Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin. Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ „Það liggur ekki fyrir,“ segir Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar spurð um hvenær til stendur að vísa þeim af landi brott. „Ekki komin dagsetning á það. Það liggur fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Þar er beiðni um endurupptöku. Það er á brattann að sækja í svona málum eins og sjá má.“
Hælisleitendur Senegal Félagsmál Trúmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira