Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:48 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir að þrátt fyrir aukningu á innbrotum sé óvarlegt að tala um faraldur. Hún segir að lögreglueftirlit hafi verið aukið en bendir á kosti nágrannavörslu. Vísir/Sigurjón Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“ Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“
Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira