Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 12:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi á næstunni sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Visir/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill. Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Í Kompás sem birtur var hér á Vísi í gær er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu eða var hótað dreifingu. Þær lýsa erfiðum afleiðingum brotanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi með þessum hætti. „Um er að ræða breytingar á hegningarlögunum sem fela í sér sérstakt ákvæði um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga og það er ekki einhlít skilgreining sem liggur um þetta hugtak en þarna er verið að reyna fella undir og styrkja verndina gegn ofbeldi og það er þá vísað til þess að háttsemin gæti verið að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Og þá er líka gert refsivert að hóta því að dreifa slíku eða falsa slíkt efni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug segir að núverandi löggjöf veiti aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti og það orsaki meðal annars ósamræmi í dómaframkvæmd. „Hún er aðallega felld undir blygðunarsemisbrot eða kynferðislega áreitni en þegar þessi ákvæði voru sett þá var kannski ekki búið að átta sig á þessum stafræna veruleika,“ segir Áslaug. Brot sem þessu séu gríðarlega alvarleg og mikilvægt að stjórnvöld láti sig málið varða. „Þeir sem beita svona ofbeldi eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti og við verðum að styrkja stafræna vernd gegn ofbeldi algjörlega óháð formi,“ segir Áslaug. Hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í næstu viku og segir að stuðningurinn sé mikill.
Kompás Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31